um síðuna



Síðan var opnuð í maí, 2010 og er mitt hugarfóstur, svæði þar sem ég safna saman uppskriftum sem ég er að þróa sjálf eða leika mér með. Ef ég birti uppskriftir eftir aðra merki ég þær sérstaklega og læt fylgja tengil með ef það er mögulegt. Ég gerði breytingar á síðunni í febrúar 2011 og skipti um bloggumhverfi.

Ef einhver vill deila uppskriftum af síðunni með öðrum þá er það velkomið svo lengi sem heimilda er rétt getið. Þeir sem halda úti eigin síðum geta sett tengil á þessa undir heitinu: Lísa Hjalt ~ uppskriftir

Fyrir þá sem vilja er hægt að skrifa athugasemdir við hverja uppskrift. Það er alveg nóg að kvitta fyrir innlitið en ekki væri leiðinlegt að heyra frá þeim sem hafa kannski nýtt sér uppskrift með góðum árangri. Ég vil þó benda á að þessi síða er hvorki hugsuð sem umræðuvefur né vettvangur fyrir auglýsingar og verður öllu slíku eytt úr athugasemdakerfinu. Ég er ekki að boða neina stefnu í mataræði og ef einhverjum líkar ekki áherslur mínar þá er það í fínu lagi mín vegna.

Ég nota CafeSigrun mjög mikið enda hefur Sigrún verið innblástur minn í langan tíma. Tölvupóstur sem ég sendi henni snemma árs 2006 til að spyrja út í eitthvað á vefnum hennar leiddi til skemmtilegrar vináttu sem snýst aðallega um mat og kræsingar (maðurinn minn segir gjarnan að við tvær ættum að búa saman, það væri auðveldara!). Áður en ég kynntist Sigrúnu notaði ég hrásykur í bakstur og reyndi að minnka sykurmagn í flestum tilfellum, en það er henni að þakka að ég breytti baksturshefðum mínum og fór að gera tilraunir með önnur hráefni og mínar eigin uppskriftir.

Góðar stundir í eldhúsinu,
Lísa Hjalt
netfang: lunchlatte[hjá]gmail.com



Pin It button on image hover